mánudagur, 18. febrúar 2002

Festina lente

Á leiðinni heim úr skólanum í dag urðum við vitni að allskyns furðuhlutum sem fólk gerir í svona mikilli hálku. Fyrst keyrðum við fram á þriggja bíla árekstur, aftanákeyrslur. Stuttu síðar keyrðum við síðan fram á bíl sem hafði kastast út af veginum og var kominn hættulega nálægt Sæbólsblokkunum.

Enginn virtist sem betur fer vera slasaður en þrátt fyrir það voru þetta slæm óhöpp, sérstaklega myndi mér bregða ef bíllinn tæki flugið í átt til fyrri heimkynna Baldurs míns. Ég held að mottó dagsins í dag og allra annarra daga sé einfaldlega þetta: Maður, flýttu þér hægt, eða eins og Rómverjarnir sögðu: Festina lente.