sunnudagur, 17. febrúar 2002

Mamma, Pési er með nýru í augunum!

Við vorum að koma úr sunnudagsmatnum hjá Ólöfu og Jóa. Þar var að venju mikið skrafað, étið og skemmtilegt sagt.

Ein sagan sem ég hlæ alltaf jafn dátt af er sagan af Stellu þegar hún var lítil og henni var sagt að Pési frændi væri komin með linsur í augun. Einhver misskilningur átti sér stað, augnlinsurnar voru fyrir henni linsubaunir sem er náttúrulega alveg hræðilegt að hafa í augunum. Síðan virðist baunaruglingur hafa komið upp og í stað linsubauna minnti hana að þetta hefðu verið nýrnabaunir sem síðan urður að nýrum sem er náttúrulega enn hræðilegra augnakonfekt.

Ég sé alltaf fyrir mér mann með tvö ógeðsleg innyfli í stað augna og þá hlæ ég dátt. Ef ég hins vegar mætti slíkum manni á förnum vegi...