Ekki fyrir löngu uppgötvuðum við að við borðum ansi lítið af hinum annars bráðhollu tómötum. Reglulega eru þeir keyptir og jafn reglulega komum við að þeim inn í ísskáp ónýtum og ógeðslegum.
En nú höfum við tekið okkur á og erum búin að uppgötva eitt mikilvægt sem fær okkur til að borða tómata. Okkur finnast tómatar ekki góðir einir og sér eða út í salöt en ef þeir eru settir ofan á ristað brauð með smá herbamare salti bragðast þeir ansi vel.