Baldur keyrði mig í skólann áðan og ég var næstum því of sein og því hljóp ég inn í stofuna. Hún var galtóm þegar ég kom að henni og skýringuna var að finna á hvítu blaði sem hengt hafði verið á hurðina: Tími í hagrænni mannfræði fellur niður í dag, 15. febrúar, vegna veikindi kennara. Og ég sem hélt að mannfræðingar veiktust ekki.
Sem betur fer var Baldur ekki komin langt á braut þegar ég gemmsaði í hann þannig að hann tók stóra ullu og sótti mig. Við komum síðan við á Bókhlöðunni til að skila bók sem ég var með og hafði vanrækt að skila í nokkra daga. Refsingin fyrir slíka yfirsjón voru 200 kr. ísl. þar sem bókin var aðeins á þriggja daga útláni. Bömmer.