fimmtudagur, 14. febrúar 2002

Eins árs sambúðarafmæli!

Valentínursadagurinn

Í dag er Valentínusardagur og ég ætla að skrifa þetta með stóru V-i því þessi kall hét nú einu sinni Valentine. Þessi dagur er merkilegur fyrir það eitt hjá okkur að við eigum árs sambúðar afmæli í dag.

Í tilefni þess ætlum við að fara út að borða á Lauga-Ás en ég fékk nefnilega gjafabréf fyrir tvo á þann stað frá bakaríinu í sumar. Við erum búin að velta því fyrir okkur í hálft ár hvenær við ættum að fara út að borða og alltaf var svarið: næsta laugardag. Nú sjáum við ekki eftir þessari tregðu okkar og ætlum að nýta okkur það í botn að fara út eitthvað fínt.

Við ætlum eflaust líka að verðlauna okkur smá því Baldur var að fá útborgað frá kirkjukórnum. Ætli við fjárfestum ekki í einum geisladiski hennar Sade, hún er nefnilega alveg frábær tónlistarmaður.

Engin ummæli: