miðvikudagur, 13. febrúar 2002

Bloggerbögg

Við erum búin að sitja sveitt yfir þessum blogger og það er að koma einhver mynd á þetta allt saman hjá okkur. Vandamálin hafa verið óþrjótandi, nýjasta nýtt er að ég get ekki eytt út fyrri færslum af blogger sem aðeins voru gerðar í tilraunarskyni. Þangað til annað uppgötvast munum við því ekki notast við blogger. Í gær var aðal áhyggjuefnið það að allir linkar birtu íslenska stafi alveg fáránlega en núna hefur það verið afgreitt.