Þá er það búið og gert, ég sagði mig úr gelískum þjóðsögum og siðum og mikill léttir fylgir því. Ég hreinlega meikaði ekki meira af þjóðfræði, sorglegt en satt. Kennarinn var svo hræðilega óskipulagður og kenndi alltaf langt fram yfir tímann þannig að maður mætti alltof seint í aðra tíma. Það kalla ég nú dónaskap. Ekki nóg með það, hann byrjaði alltaf að kenna fyrir tímann! Einn ofvirkur. Annars fínn kall, ætli hann geri ekki bara ráð fyrir að við hin höfum jafn skaðbrennandi áhuga á gelískri þjóðfræði og siðum Íra og Skota eins og hann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli