Bolludagurinn
Við spiluðum í lottó um helgina í fyrsta skiptið. Ástæðuna má rekja til skondinnar sögu og svona er hún: Um daginn kom ég heim úr skólanum og eins og venjulega stakk ég lúnum löppum í ástkæra inniskó mína. Eftir að hafa gengið örfá fet fann ég fyrir einhverjum óþægindum í hægri fæti og gáði í skóinn. Þar fann ég einn gullpening, 100 ísl. krónur. Síðan kíkti ég í hinn skóinn og viti menn, þar var annar slíkur.
Ég brosti í kampinn og hugsaði með mér að þetta væri nú verk Baldurs en hann sór það af sér og við höfum því ákveðið að sættast á að þetta hafi verið alveg ótrúlega tilviljun. Peningarnir hljóta að hafa rúllað úr vasa Balla og yfir í skóna mína.
Við tókum þessu sem merki um að gera eitthvað virkilega spes við pengene og því fjárfestum við í tveimur röðum af lottó 5/38. Heppnin elti okkur greinilega enn því við fengum þrjá rétta. Núna er bara að sjá hve mikið pyngjan þyngist við þessar gleðifréttir, ef þetta er yfir 200 kr. ætlum við að túlka það sem svo að gæfan sé enn í pengene og kaupa aftur röð í lottóinu.
P.s. við fengum bollur hjá Stellu ömmu og Pétri afa áðan, namm. Síðan eigum við sjálf fjórar inn í ísskáp, haha.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli