miðvikudagur, 27. febrúar 2002

Fyrsta skrópið

Ég var að fatta það að á meðan ég sat í sakleysi mínu á Bókhlöðunni og leysti heimapróf var ég í raun að skrópa í fyrsta skipti í sögu minni sem háskólanemi því ég missti af tíma í Etnógrafíu Eyjaálfu. Mig rekur alla vega ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrópa í tíma fyrir utan kannski að hafa verið veik og ekki mætt í tíma. Það er nú heldur ekki eins og ég hafi gert þetta af fúsum og frjálsum vilja, neyðin kennir naktri konu að spinna, og þarna var neyðin fólgin í prófi og mér var kennt að klára prófið til að komast framhjá neyðinni.

Núna er Baldur að hella tei í bollana, namm, takk, ég fékk bollann beint til mín, ágætis þjónusta þetta. Baldur situr og les Silmerilinn og ég á eftir nákvæmlega 16 mínútur í lærdómi, eftir það má ég fara að sofa. Á morgun verður síðan farið í að ganga frá þessum bílamálum, nokkrir bíla prufukeyrðir og svoleiðis. Hingað til erum við búin að prufa eftirfarandi farartæki: Renault Clio, Hyundai Elantra, Ford Escort, Volvo 460GLE, Hyundia Accent. Accidentinn kemur víst ekki til greina, en það stafar af fordómum Baldurs í garð þeirra.

P.s. aðeins 8 mínútur eftir af lærdómi!