Jæja nú er ég búinn að prófarkarlesa og ætla ekki að hafa fleiri orð um það. Áðan þurfti ég að rusla einhverju dóti upp á Krókháls og notaði að sjálfsögðu tækifærið til að droppa við hjá mömmu. Við fórum út og gerðum kígong æfingar sem var gríðarlegt stuð að vanda. Ég hugsa að bráðum komi fréttastofa stöðvar tvö að taka myndir því við erum ekkert að pukrast með þessa annars ágætu þjóðdansa. Já ég segi það satt og þar af leiðandi verður komin tískubylgja í þessum dúr innan árs. Undirbúið ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli