föstudagur, 1. mars 2002

Finally

Þá er ég búin í þessu blessaða þriggja daga prófi og óskaplega er þægilegt að vera laus við það af bakinu. Ég var svo þreytt eftir öll ósköpin að ég sofnaði klukkan hálf ellefu í gær og lét Baldri eftir að klára það sem við vorum að stússast. Við vorum nefnilega að sækja um stúdentagarða í Danmörku.

Við förum reyndar ekki fyrr en eftir rúmt ár en það er sko vissara að sækja tímanlega um. Það eru til ógrynnin öll af stúdentagörðum í Kaupmannahöfn, ætli við höfum ekki sótt um eina 20-30 garða? Ég veit það ekki, ég lagði ekki í að telja það.

Annars kláruðum við að horfa á Final Fantasy í gær og nörtuðum í bónuspizzu á meðan. Eftir fyrsta daginn í prófinu fannst mér ég hljóta eiga skilið smá pásu og þá horfðum við á fyrri partinn eða alveg þangað til ég fór að heyra hroturnar í Baldri, þá var ákveðið að fara að sofa. Þetta er soldið flippuð mynd, a bit gross, en mikið rosalega ná þeir að teikna eða hanna allt saman vel. Ég gleymdi því oft á köflum að þetta væri tölvugerð mynd fra a-ö því "leikararni" eru svo raunverulegir. Ætli þetta sé framtíðin, við teiknum bara leikarana og ljáum þeim síðan rödd okkar?