Jæja, biðin langa er á enda, kúlubúinn kom í heiminn í gær eftir 17 tíma erfiði hjá Maríu sem endaði í bráðakeisara. Hann er hvorki meira né minna en 18 merkur og 55 cm og er, eins og María sagði, stór prins. Elsku María og Kári, hjartanlega til hamingju með þessa yndislegu gjöf, sá stutti er svo sannarlega heppinn að eiga ykkur að. Hann kann líka að velja sér flotta dagsetningu, 020202.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli