Í morgun þegar ég vaknaði sá ég að María vinkona hafði sent mér sms í nótt. Ég varð vitaskuld mjög spennt því hún sendir nú aldrei sms upp úr þurru svona um miðjar nætur, þetta hlaut því að tákna að kúlubúinn væri að koma í heiminn. Jú, jú það passaði því svohljóðandi voru skilaboðin: Er uppá spítala, ballið er byrjað, er komin 3 í útvíkkun, kveðja María og Kári.
Þetta er alveg geggjað, núna bíð ég bara eftir frekari tíðindum eins og væri ég spennt amma að bíða eftir fyrsta barnabarninu.
P.s. ég kíkti á stjörnuspána hennar Maríu og þar stóð: Á undanförnum árum hefurðu verið að læra að sleppa tökunum og núna bíður þín algerlega nýtt upphaf. Þú sérð að þú þarft að laga þig að breyttum aðstæðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli