föstudagur, 1. febrúar 2002

The Singing Gorilla

Þegar ég kom heim úr skólanum í dag gerði ég hið óhjákvæmilega, ég kíkti inn í ísskáp í leit að æti. Þar rak ég augun í lítinn pakka við hliðina á mjólkurdeildinni og við nánari athugun sá ég að hann var til mín. Jibbi, óvænt gjöf, fátt er skemmtilegra.

Inn í pakkanum var bók sem fjallar um vitsmunalíf dýra og ber hið skemmtilega nafn The Singing Gorilla og er eflaust eftir einhvern sálfræðing. Gjöfin var í tilefni þess hve vel ég stóð mig í jólaprófunum og það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það var múmínsnáði sem var svona hugulsamur.

Við erum að fara í föstudagspizzuna til pabba og síðan ætlum við í sund eftir matinn því við vorum svo löt í morgun að við nenntum ekki í sund kl. 7.

Engin ummæli: