Jæja, bara mættur í vinnuna... Ég mætti í gær og það var fínt, þetta var svolítið eins og að vera að byrja á nýjum vinnustað sem hefði ráðið alla vini mína í leiðinni. Ég sumsé er á nýjum stað (Sturlugata ekki Lyngháls) en ég þekki alla. Þess vegna fór gærdagurinn aðallega í að heilsa upp á liðið og gefa þeim skýrslu um hvað á daga mína hefði drifið síðan síðast.
Þessa dagana erum við á jeppanum hennar Ólafar ömmu og það er nú meiri lúxusinn að vera á fjórhjóladrifsbíl í snjónum, það mætti bara vera MIKLU meiri snjór.