Við sáum alveg frábæra mynd í gærkvöldi hjá pabba, eftir að hafa reddað öllu bílaveseni. Það var kúbanska myndin Fresa y chocolate sem Tomás Gutiérrez Aléa leikstýrði. Myndin vann til verðlauna á Havana kvikmyndahátíðinni árið 1992 og hún er jafnframt byggð á skáldsögunni "El bosque, el logo y el hombre nuevo" eftir Senel Paz, en sú skáldsaga hefur einnig hlotið verðlaun.
Baldur er búinn að tala um þessa mynd síðan við kynntumst og hamra á því við mig að sjá hana. Ég sé sko ekki eftir því, hún var alveg ferlega skemmtileg, ljúf og hlý, full af kátínu og skemmtun en samt með alvarlegum undirtón. Ég held að nú taki ég smá skorpu á suður-amerískar kvikmyndir, næst held ég að ég heimti Kryddlegin hjörtu.