sunnudagur, 24. febrúar 2002

Nú er ég búin að vera í allan dag hérna upp í Odda og er komin með algjört ógeð. Ég næ ekkert að einbeita mér að lesefninu og ekki bætir út skák að það er alveg drepleiðinlegt. Hverjum er ekki sama um deilur inntakssinna og formalista? Karl Polanyi má bara eiga sig (eins gott að kennarinn sé ekki nálægt, ég yrði ákærð fyrir blót!). Ég brást við þessum leiðindum með því að hanga á netinu og reyna að finna eitthvað sniðugt fyrir síðuna. Nú er sko kominn tími til að uppfæra greyið litla, og er það ekki típískt, akkúrat þegar ég má alls ekki vera að því langar mig mest til þess.

Baldur er búinn að vera hjá Pétri afa að laga tölvuna, undanfarið hefur herjað á hana vírus sem í fyrstu var ósköp fyndinn en er núna orðinn hreinasta plága. Hann lýsir sér í því að þegar maður færir músabendilinn í átt að einhverju iconi á desktoppinu færist það alltaf undan, svona eins og plús og mínusjónir sem mætast (þetta kemur frá Baldri, á mannamáli má segja að þetta sé eins og að vera með tvö segulstál, flestir vita hvernig það er að reyna að fá þau saman). Við erum búin að vera í tölvupóstssambandi og ég hef misnotað sms þjónustu tal því gemmsinn minn er batteríslaus. Eina sem ég veit er að hann er á leiðinni að sækja mig og er búinn að vera ansi lengi að því. Mér er farið að finnast ég vera fangi hérna, hin virðulega beturnarstofnun Oddi, háskólabygging.

Eitt hlakka ég til, þegar Balli kemur förum við til tengdó í sunnudagsmatinn. Við fáum alltaf eitthvað gott í gogginn þar og þar sem ég er orðin virkilega svöng nenni ég ekki að bíða eftir Baldri lengur, hvar ertu drengur?

Engin ummæli: