Í gær var ég við jarðarför Ernu frænku. Athöfnin var ákaflega falleg og kórinn góður, ég hlusta nenfilega alltaf vel á kórinn eftir að ég fór að syngja sjálfur. Á eftir var rosalega fín erfidrykkja og mikið fjör. Það var gaman að hitta allt þetta fólk sem er skylt manni en maður hittir samt aldrei.
Eitthvað virðist ég hafa orðið þreyttur eftir þetta því eftir matinn þá ætlaði ég rétt að kúra og skrifa svo dagbókarfærslu en kúrið mitt tók nú barasta tólf klukkutíma og þá var kominn tími á sjúkraþjálfun. En svona er það nú þegar maður á annað borð er kominn af stað.