miðvikudagur, 20. febrúar 2002

Biðin langa

Ég er uppi á bókhlöðu núna og er búin að eyða morgninum í að lesa þær heimildir sem ég fann í gær um vinnu barna. Ég ætlaði síðan að prenta út þrjár aðrar greinar og mæta með þær í tíma og einhverja hluta vegna hélt ég að það væri ekkert mál að prenta út hérna á Bókhlöðunni.

Mér skjátlaðist hraplega, núna eru liðnar 25 mínútur síðan ég ýtti á print takkann og enn er ég að bíða eftir greinunum. Ég á eftir að mæta of seint í Etnógrafíu Eyjaálfu með þessu áframhaldi. Jæja, enginn verður svosum óbarinn biskup, það sama hlýtur að eiga við um stúdenta.