þriðjudagur, 19. febrúar 2002

Kistan.is

Ég lét verða af því að fara á fyrirlesturinn og sé ekki eftir því, þetta var þrælskemmtilegt.

Þessi fyrirlestur er einn af mörgum sem haldnir hafa verið í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Hvað er (ó)þjóð? Fyrirlesari dagsins í dag var sagnfræðingurinn Unnur B. Karlsdóttir og kallaði hún erindi sitt Maður íslenzkur. Um samband þjóðernis og kynþáttar.

Fyrir þá sem áhuga hafa á hugmyndum og kenningum um þjóðerni og þjóðernishyggju bendi ég á kistuna en þar er að finna alla fyrirlestrana sem hingað til hafa verið fluttir í þessari fyrirlestraröð, hvað er (ó)þjóð.