Úff, nú er ég komin með prófið í hendurnar og vá, þvílíkur léttir, ég á sko eftir að rúlla þessu upp. Prófið er fjórar ritgerðarspurningar og við eigum að velja tvær af þessum fjórum. Verkefnin sem við fengum voru hver öðru áhugaverðari og mig langar að skrifa um þrjú þeirra, tvö er ekki nóg (hafið ekki áhyggjur, ég er bara haldin smá stundarbrjálæði). Verkefnin eru svo hljóðandi:
1. Fjallið um deilur inntaksinna (substantivists) og formsinna (formalists). Sjáið þið áhrif þessara ólíku nálgana í lesefni námskeiðsins? Komið með dæmi.
2. Fjallið um rannsóknir mannfræðinga á verkaskiptingu og ólíku framlagi kvenna og karla í safnara- og veiðimannasamfélögum, garðyrkjusamfélögum og í akuryrkjusamfélögum.
3. Fjallið um framlag hagrænnar mannfræði til rannsókna á samfélögum smábænda. Gerið grein fyrir nálgunum og helstu viðfangsefnum.
4. Fjallið um tvískipt hagkerfi, ósýnileg störf í viðskiptum, framleiðslu og endurframleiðslu og tengið umræðu ykkar umfjöllun í öðrum efnisflokkum námskeiðsins.
Giskið á hvaða verkefni er útí kuldanum hjá mér? Það lætur nærri, formalista svínin og Polanyi inntakssvín geta átt sig og sína, ég kem hvergi þar nærri.