sunnudagur, 3. mars 2002

Hamingjuhrólfar

Já eins og lesendur gærdagsins sáu þá er Ásdís María orðin Chrysler eigandi. Hún stríðir mér nefnilega alltaf þegar ég fer að tala um Chryslera. Þess vegna ákvað ég í gær að gera smá skammastrik og skrá hana fyrir bílnumm hehe. Þannig að nú erum við bæði Chrysler-menn.

Já svona er þetta nú allt saman og á morgun er mánudagur og þá kemur bíllinn, eins og allir vita er það alltaf mánudagur til... múmínlukku og massamikilsmargvíslegsmeistarameðbróður! Það mun ekki væsa um okkur þegar við keyrum í gegnum mulluna, maður mumpar sig bara framan í hana.