laugardagur, 2. mars 2002

Dodge neon

Þá er það komið á hreint, ég, Ásdís María Elfarsdóttir, er hér með orðin eigandi að bíl í fyrsta skipti, þ.e.a.s. svona opinberlega í fyrsta skipti. Við festum kaup á bandarískum bíl sem gengur undir þremur nöfnum, og það besta er að maður ræður því alveg sjálfur hvert þeirra maður brúkar. Plymouth, Dodge og Crysler eru nöfnin sem í boði eru.

Bíllinn okkar er kóngablár (geðveikt flottur), '95 árgerð, 2 lítra vél, 4 strokka og 130 og eitthvað hestöfl. Við fáum hann reyndar ekki í hendurnar fyrr en á mánudaginn :( Ó, jæja helgar hafa sjaldan verið þekktar fyrir að líða hægt.

Að allt öðru og merkilegra, ég var að koma úr heimsókn frá Maríu vinkonu og var að sjá litla prinsinn í fyrsta skipti. Hann er núna orðin 1 mánaða og algjör bolti. Hann er algjört krílí, ég sat þarna í 3 tíma og starði bara og sagði af og til: Skrýtið! Ég tók 56 myndir af honum og birti nokkrar á netinu næstu daga.