Við erum alveg bit skal ég segja ykkur, við erum búin að komast að því að við eigum ekki bara eina síðu á netinu hvort heldur tvær! Athugið síðurnar asdis.com og baldur.com, þær eru mjög töff.
En annað kom okkur þó algjörlega í opna skjöldu, ættingjar okkar eiga hver sína síðu, án okkar vitundar. Hver vissi t.d. að Jói bær hag gyðinga fyrir brjósti? Þau hjón eru greinilega á fullu í allskyns mannréttindabaráttu, Ólöf berst t.d. fyrir jafnrétti fyrir alla. Mamma leynir greinilega á sér, hver vissi að hún hefði slíkan brennandi áhuga á bílum?
Andra brósa líður greinilega best við kyrrlát vötn og Stella Soffía býður upp á leitarþjónustu á vefnum. Eins og pabba var von og vísa er hann með fjármálasíðu á netinu og Ólöf amma styrkir ungar, kaþólskar konur til mennta. Kalli afi er á kafi í fjarskiptatækni og Pétur afi hefur tvær síður, pétur og pg. Að lokum býður Stella amma upp á leit að kvikmyndum og annarri afþreyingu.