Jæja, nú er ég í nýju vinnunni minni að skrifa á bloggerinn. Ég er ekki á skrifstofunni minni þar sem tölvan mín er ekki nettengd ennþá en það verður ábyggilega gert í vikunni. Hvað geri ég í vinnunni? Það er einmitt það sem ég er að reyna að læra þessa dagana en aðallega held ég að ég hreinsi RNA.
Að allt öðru. Í gær söng ég í tveimur fermingum en í tveimur fermingarathöfnum eru u.þ.b. 60 börn teymd upp að altari þar sem þau síðan ljúga að samfélaginu og Guði fyrir viðunandi þóknun. En svona er það nú. Þetta fermingadót er nú samt atvinnuskapandi og svo finnst mér alveg ofboðslega gaman að syngja. Ég mæli með því við sem flesta að syngja þar sem það er svo gaman. Mér gengur ofsalega vel í þessum sönggeira og miklu betur en ég þorði að vona.