þriðjudagur, 26. mars 2002

Lasagna

Í gær þá var svona sitt lítið af hverju snövlað. Við fórum og versluðum í matinn í Fjarðarkaupum og fórum svo í Hagkaup og keyptum gsm síma. Ég var nefnilega kominn með akkúrat nákvæmlega nóg af því að vera alltaf að mixa þann gamla þannig að ég barasta keypti mér nýjan.

Svo kom kvöldið og ég bjó til lasagna en sá réttur hefur þau áhrif á mig að ég steinsofna ef ég neyti hans í réttu magni. Að sjálfsögðu borðaði ég þangað til ég var við það að líða út af og skreið þá inn í rúm og lá rotaður til sjö í morgun, að frátöldum fimm mínútum sem fóru í tannburstun.