Veðrið í gær var alveg yndislegt og mér sýnist að dagurinn í dag ætli sér að vera enn fallegri. Ég eyddi lungann úr deginum á Bókhlöðunni við að smíða ritgerð fyrir mentornámskeiðið sem ég ætla mér að klára í dag. Takist það er þetta fljótsmíðaðasta ritgerð sem ég hef samið.
Ég hætti frekar snemma því Baldur bauð mér upp á ís í góða veðrinu, svona smá verðlaun fyrir að vera hæst í heimaprófinu í hagrænni mannfræði. Þegar við komum niður í Álfheima var þar múgur og margmenni þannig að við drógum okkur einn gulann miða og fórum síðan að labba um og biða eftir að röðin kæmi að okkur. Við fórum í litla lundinn sem er þarna rétt hjá og Baldur fór að kenna mér smá taekwondo, að sparka og svona. Það var ansi gaman, ætli við förum ekki að æfa þetta þegar við komum til Danmerkur.