sunnudagur, 17. mars 2002

Another Kind of Magic

Pabbi bauð okkur á Queen sinfóníutónleika í gær í Laugardalshöll sem gekk undir nafninu Another Kind of Magic. Við mættum reyndar 10 mínútum of seint því að miðarnir höfðu gleymst heima. Þegar við föttuðum það fékk bílinn sko að kenna á því og pabbi sagði að loksins hefði ég fengið að finna fyrir hestöflunum sem ég var alltaf að kvarta yfir að væru ekki nýtt.

Into-atriðið fannst mér alveg frábært en restin var ekki eins rosaleg. Í heildina litið var þetta þó hin besta skemmtun og sinfóníuhljómsveit Íslands kom best út úr þessu að mínu mati. Kórinn blessaði var alveg úti að aka og söngvararnir höfðu ekki tærnar þar sem Freddie hafði fótsporin, svo ég brúki orðalag hans Baldurs míns.

Eftir tónleikana fórum við út að borða á Kínahofinu og það var ósköp notaleg stemmning. Við útbjuggum okkar eigið hlaðborð, keyptum fjóra rétti sem allir gátu síðan vaðið í. Ég heimtaði kjúkling í ostrusósu og fékk hann því mér leist ekkert á fisk í svartbaunasósu. Ég held við höfum öll étið á okkur gat nema Baldur, hann kláraði allar leifarnar og vildi meira.

Eftir þetta var síðan keyrt í rólegheitunum heim, sunnudagsfílingur á laugardagskvöldi.