laugardagur, 23. mars 2002

Smá tölfræði um launin hans Michael Jordans

Þetta fékk ég sent í pósti frá Maríu vinkonu. Maður vissi að gæinn væri ríkur en fyrr má nú rota en steinrota:
"Eftir að Michael Jordan hætti að spila körfubolta fékk hann starfslokasamning uppá 4 milljarða íslenskra króna. Hann fær samt sem áður 17,8 milljónir í laun á dag sem eru tekjur hans af auglýsingum og föstum samningum." Hér koma nokkrar staðreyndir um hversu mikið hann þénar í raun:

· Ef hann sefur 7 klukkustundir á nóttu þénar hann 5,2 milljónir á meðan.
· Ef hann fer í bíó kostar það hann 700 kall en hann græðir 1,8 milljónir á meðan hann horfir á myndina.
· Ef hann ákveður að fá sér harðsoðin egg í morgunmat þénar hann 61.800 krónur á meðan hann sýður þau.
· Hann þénar 371.000 krónur á meðan hann horfir á einn Friends þátt.
· Hann er 12 klukkustundir að safna sér pening fyrir glænýjum Acura NSX sportbíl.
· Ef einhver væri í því starfi að rétta honum þá peninga sem hann þénar samstundis þyrfti sá hinn sami að rétta honum 200 kall á hverri einustu sekúndu.
· Hann greiðir u.þ.b. 2000 kall fyrir að fara einn hring á sæmilegum golfvelli en þénar 3,3 milljónir á meðan hann fer hringinn.
· Ef maður fengi eina krónu fyrir hvern þúsund kall sem Jordan þénar væri maður með 6,5 milljónir í árslaun.
· Hann græðir u.þ.b. 19.600 krónur við að horfa á 100 metra hlaup á Ólympíuleikunum en heilar 1,6 milljónir við að horfa á meðal langt maraþon.
· Á þessu ári mun Jordan þéna rúmlega tvisvar sinnum meira en allir Bandaríkjaforsetar til frá upphafi hafa haft í laun til samans.
· Þó að Jordan myndi setja öll sín árslaun í sparnað næstu 450 árin ætti hann samt minna en Bill Gates á í dag!