Í gær var úrslitakeppnin í Gettu betur háð og mættust þar stálin stinn, þ.e. stálið frá MR (þýskt eðal) vs. stálið frá MS. MR vann keppnina tíunda árið í röð eftir æsispennandi og magakreppandi keppni. MR-ingar urðu náttúrulega ævareiðir þegar klukkan fór ekki í gang í hraðaspurningunum og ég held að fólk hafi vilja rífa hausinn af Loga greyinu sem fannst þetta allt mjög vandræðalegt.
Fyndnast var þegar hann og dómarinn voru næstum farnir að rífast. Sem sagt, keppnin var með óvenjuleg sniði þetta árið, RÚV sýndi hversu vel því tekst að klúðra svona hlutum á meistaralegan hátt og taka keppendur á taugum. Þetta hefur örugglega verið planað til að auka á spennuna, reyna að gera þetta að svona vinsælu efni eins og Survivor og Temptation Islands.
Að öðru, Baldur útbjó smá próf fyrir ykkur í gær til að komast að því hversu vel þið þekkið hann. Prófið rennur út eftir 29 daga þannig að það er um að gera að drífa sig að taka það og sjá hvar maður lendir á skalanum. Linkurinn á prófið er hér til vinstri fyrir neðan vefspjallslinkinn og kallast Gettu betur!