Það er sem ég óttaðist, góðviðrið undanfarna daga má rekja til til einhvers ills. Þetta kom fram á baggalúti í dag:
Grunsamlega gott veður hefur verið á suðvesturhorni landsins í morgun, auk þess sem ýmis fleiri annarleg teikn hafa verið á lofti. Ónáttúrulega hár hiti hefur verið í allan dag og ekki hefur komið deigur dropi úr loft, auk þess sem sögusagnir eru uppi um að lóa hafi sést í Grafarvogi. " Af þessum teiknum má augljóst vera að endalokin eru í nánd - sjálf ragnarök," sagði Magnús Skarphéðinsson, ræstitæknir, um málið. Vísindamenn telja að hitinn eigi eftir að hækka enn meira og muni að lokum þurrka upp úthöfin og steikja allt lifandi.