Ég á afmæli í dag og er samkvæmt síðustu talningu orðinn 23 ára gamall :)
Mamma og pabbi sungu fyrir mig í símanum í morgun. Í raun hafa kveðjurnar dunið á mér síðan á miðnætti þar sem Biggi sendi mér afmælis-sms klukkan eina mínútu yfir tólf.
Í morgun, eftir að hafa skutlað Ásdísi á Bókhlöðuna, fór ég í sjúkraþjálfun og svo í sund og í staðinn fyrir að fara beint í vinnuna eftir það þá stal ég af Ásdísi frá skólabókunum og saman stungum við af á heimaslóðir ísskápsins okkar, nefnilega í Öskjuhlíðina og pikknikkuðum þar.
Í gær fór ég og heimsótti afa og ömmu í Holtó og fékk góðar móttökur að vanda. Eftir að hafa setið inni og spjallað drjúga stund fórum við afi í smá bíltúr um vesturbæ Kópavogs sem er alltaf ákaflega gaman.