þriðjudagur, 9. apríl 2002

Gátur

Þegar ég var í mat áðan í vinnunni þá lagði Bjarni vinur minn fyrir mig gátu sem var svolítið lúmsk.

Það var einu sinni maður sem var búinn að vera einn inni í herbergi í tvo mánuði og var kominn með leið á því þannig að hann slökkti ljósið, fór út og læsti hurðinni. Í kjölfar þess dóu 90 menn. Hvernig stóð á því?

Ég man líka eftir einni góðri sem Ólöf amma lagði fyrir mig.

Býr mér innan rifja ró,
reiði, hryggð og kæti,
kurteisin og kári þó
koma mér úr sæti.

Svör sendist hingað.