Balli litli fékk ekki far með mér heim heldur hjólaði hann sjálfur með eigin fótöflum alla leið uppí Pókavog. Ég aftur á móti gerði no such thing, heldur settist uppí Nolla og brunaði heim til katta og músa.
Núna erum við hinsvegar stödd á Bókhlöðinni, hinni einu sönnu, í ritgerðarhugleiðingum. Þetta er fjórða og seinasta ritgerðin sem ég hefst handa á, tvær liggja fullmótaðar í valnum, ein er enn í "bleyti" og þessi er vart svo komin á blað. Ég ætla mér að skrifa um áhrif peninga á félagsleg tengsl á Papua Nýju Gíneau og hlakka satt best að segja til að takast á við nýtt viðfangsefni.
Ég er búin að uppgötva að mér finnst Woody Allen frábær leikari og hef einsett mér að horfa aftur á Manhattan Murder Mystery, sú er sko sprenghlægileg.