mánudagur, 8. apríl 2002

Mánudagur

Um helgina horfðum við á tvær bíómyndir, annars vegar End of an affair og hins vegar Annie Hall eftir Woody Allen. Ákaflega ólíkar myndir og báðar mjög góðar.

Í gærkvöldi ákvað ég að ég skyldi labba í vinnuna í dag en það þróaðist eitthvað á koddanum og ég hjólaði í vinnuna í morgun í bakstyrkjandi hugleiðingum og var snöggur að því. Það er nefnilega svo ofsalega gott að hreyfa sig svona á morgnana og vera orðinn vel ferskur þegar komið er í vinnuna.

Í hádeginu kom Ásdís og heimsótti mig í vinnuna og við fengum okkur snæðing saman sem uppistóð af túnfiski og kotasælu. Nú er ég að hugsa um að hjóla heim eða fá far með Ásdísi.