Við Baldur vorum að komast að því í dag, okkur báðum til undrunar, að við erum eftir allt saman listhneigt fólk. Baldur var að syngja í messu í dag og á meðan sat ég heima og skoðaði eina bók sem ég á, Eye to eye - childhood, en þar eru að finna býsnin öll af myndum af börnum um heim allan.
Sem ég sat og fletti í gegnum bókina fattaði ég að mig langar að læra ljósmyndun og hef lengi haft áhuga á ljósmyndum. Stuttu eftir þessa uppgötvun kom Baldur heim allur uppnuminn eftir sönginn og tjáði mér það að hann ætlaði að æfa söng samhliða háskólanáminu sem hefst næsta haust.
Við verðum sem sagt ansi skrautleg þegar við erum orðin gömul, Baldur útskrifaður sem verkfræðingur og ég orðin doktor í sál- eða mannfræði. Þar að auki verðum við óþolandi listaspírur, Baldur í óperusöng og ég að rausa um samspil ljóss og skugga.
Síðan erum við búin að ákveða eitt og það skal standa. Þegar við erum orðin ca. 55 dembum við okkur í fornleifafræðinám, hendumst síðan til á slóðir Indiana Jones og gröfum okkur í gegnum jörðina eins og mann hefur alltaf langað.