fimmtudagur, 18. apríl 2002

Insúlín og innsæi

Í vikunni fór ég með Stjörnu Snældudóttur til læknis. Hún lá inni á spítalanum frá klukkan átta um morguninn þangað til ég sótti hana eftir vinnu. Þá tjáði læknirinn mér það að hún væri með sykursýki en nýrun væru í góðu lagi. Nú er hún við hestaheilsu og bíður þess að fá insúlínið sitt í lag. En út í allt aðra sálma.

Í fyrravor þá fór ég í áhugasviðspróf með það í huga að fá einhverja hugmynd um hvað ég ætti að leggja fyrir mig. Svo átti ég að mæta í svokallaða úrlausn sem ég mætti ekki í fyrr en núna ári síðar þá ákvað ég að skella mér ef það væri enn hægt. Ég fór og eftir að hafa séð úrlausn prófsins þá var ég nú bara feginn að vera nokkurn veginn búinn að ákveða að fara í verkfræði. Enda las ég það í einhverri stjörnuspá að þessa dagana ætti nautið að treysta á innsæi sitt fremur en skoðanir annarra.