miðvikudagur, 8. maí 2002

Elite

Í gær var ég á langri og skemmtilegri kóræfingu. Þessa dagana er nefnilega verið að fínísera tónleikaprógrammið sem flutt verður fimmtudaginn í næstu viku. En fram að því á ég víst eftir að spreyta mig á svolitlu alveg splunkunýju. Ég var nefnilega valinn til að syngja á tveim stöðum á morgun. Ég veit nú ekki hvað ég er að fara að syngja en ég er montinn af því að hafa verið settur í úrvalsdeildina :)

Ég held að þetta sé tvöfaldur kvartett sem ég syng í en það þýðir að það séu tveir úr hverri rödd. Ég er nú ekki farinn að kvíða þessu neitt enda orðinn miklu öruggari söngvari heldur en í haust þegar ég byrjaði.