Baldur fór út að skokka í morgun með pabba sínum og stakk sér síðan til sunds eftir átökin. Ekki var hann fyrr kominn heim en ég heimtaði að fara í sund líka og við það sat. Við fórum í Laugardalinn og flatmöguðum þar eins og rostungar í góðar tvær stundir. Eina sem pirraði mann voru krakkarnir í skólasundinu, af hverju smala kennararnir þeim alltaf í diskinn fyrir tímann, það voru allir að sleppa sér yfir látunum í gríslingunum.
Núna erum við hins vegar sloppin þaðan og erum í tölvuveri Odda að brávsa um netið. Við getum þó ekki leyft okkur mikið meira af því bili því við ætlum heima að elda linsubaunapottrétt með ofnbökuðum kartöflubátum og tómatsalati. Eldamennskunni og átinu á því þarf að vera lokið í seinasta lagi 19:00 því þá þarf Baldur að skunda á kóræfingu og ekki viljum við að hann sé eins og uppblásin blaðra þótt flestir hinna í kórnum séu það!