Við vorum að koma úr útskrift Andra brósa. Hann var að útskrifast frá MR af náttúrufræðibraut I og hlaut I. einkunn sem er glæsilegt.
Að venju var athöfnin löng og misskemmtileg. MR hefur þann sið að kalla til júbilenta svokallaða en það eru eldri stúdentar. Í þetta skiptið var fenginn 65 ára stúdent, 60 ára, 50 ára og að lokum 25 ára stúdent til að halda smá tölu. Þegar ég meina 65 ára stúdent á ég vitaskuld við að viðkomandi útskrifaðist frá MR fyrir 65 árum og ætti því að öllum líkindum að vera 85 ára. Athöfninni lauk síðan þegar rektor sleit skólanum í 156. sinn.
Við vorum sex úr fjölskyldunni sem mættum á athöfnina; ég og Baldur, mamma og pabbi; Alda frænka og Erna frænka. Þegar ég útskrifaðist fyrir 3 árum var reglan sú að maður mátti aðeins taka með sér tvo gesti en það er bara nóg til að taka með mömmur og pabba. Nú virðist þessu hins vegar hafa verið breytt því Andri hélt að hann mætti hafa allt upp að 5 gestum sem er ansi gott.
Við fáum síðan tækifæri til að hitta fleiri ættingja á eftir því sjálf stúdentsveislan hefst klukkan 17:30 í Grasagarði Reykjavíkur, a.k.a. Hortus Botanicus Reykjavicensis.
Til hamingju með daginn elsku brósi minn!
-----Myndauppfærsla 10. mars 2006-----
Engin ummæli:
Skrifa ummæli