Í dag fórum við í sund. Þessi sundferð var frábrugðin öðrum sundferðum okkar að því leyti að í stað þess að láta klippa tvisvar af kortinu okkar og fá afhentar tvær skífur létum við afgreiðsludömuna hafa tvær passamyndir og 36000 kall og fengum í staðinn tvo bréfsnepla og tvær skífur.
Í stuttu máli þá festum við kaup á tveimur árskortum í sundlaugar Reykjavíkur. Jibbbbíííííí!!!!(28) Jahúúú!!!!(32) Þessa ákvörðun vorum við löngu búin að taka en áttum samt enn eftir slatta af klippikortinu okkar sem við notuðum nánast daglega. Blessuð sé minning þess.