Jæja þá eru folöldin flogin og komin með faraldsfæturna undir sig á ný. Ég skutlaði þeim á völlinn í gær og var svona að gæla við að láta stinga mér í handfarangurinn en það er víst búið að staðla allt svoleiðis og ekki er ég staðlaður.
Þau ætluðu að gista í París eina nótt og svo á að stökkva af stað til Montóðalsins í Stilkalandi. Ég vildi nú ekki senda þau ein út í hinn hættulega heim þannig að ég samdi við lífvarðafyrirtækið JÓK (Júlían, Ólöf og Karl) og verða þau stand by. Þau þekkja vel til folaldanna og eru því besta fólkið í verkið, svo er líka nauðsynlegt að hafa njósnara á staðnum.