mánudagur, 22. júlí 2002

Hvað er Baldur eiginlega að gera?

svar: Ég skrifa lítið í dagbókina og hringi lítið í fólk. Ég er að undirbúa mig fyrir skólann og svo er ég að undirbúa flutninga um mánaðarmótin. Þannig að á venjulegum virkum degi þá vinn ég smá, læri smá, pakka smá, hendi smá og svo er dagurinn búinn. Ég henti einmitt einum ágætum kunningja í ruslið um daginn enda hafði Kisa heitin tekið hann svo rækilega í karphúsið að ekki var um annað að ræða. En til að koma honum í skottið á bílnum þá varð ég að taka fæturna af honum með tilheyrandi braki. Var hann dauður? Já hann var dauður þegar ég tók af honum lappirnar og reyndar held ég að hann hafi verið það lengi. Fyrir ykkur sem heima sitjið þá vil ég bara segja eitt, það tók fljótt af. Ef einhver er ennþá í vafa þá lógaði ég bara gömlum og einusinnigóðum hægindastól.