Í gærkvöldi vorum við Ásdís í smá tiltektarham og pökkuðum ýmsu í kassa en hentum líka helling. Pakka í kassa? Já við erum að fara að flytja í stærri og betri íbúð eftir tæpan mánuð þannig að það er eins gott að byrja á þessu. Við flytjum að vísu ekki langt en það þarf nú samt að sortera, pakka og henda.
Ég er akkúrat núna að bíða eftir að Ásdís sé búin í vinnunni og ætlaði að nota tímann í stærðfræði en það er bara svo ógeðslega mikill hávaði hér í Odda að ekkert gengur. Iðnaðarmenn að bora og mála og laga hitt og þetta með tilheyrandi skarkala. Annars hefur mér gengið nokkuð vel í stærðfræðinni undanfarið enda verið sæmilega iðinn miðað við að það sé sumar. Ég er að pæla í að vinna þetta bara upp á eftir þegar ég er búinn að hressa mig aðeins við í sundi. Farvel!