miðvikudagur, 4. september 2002

Höfuðpaurinn ég

Mér sýnist á öllu að bloggið eigi eftir að bjarga því sem bjargað verður í samskiptum mínum við umheiminn þar sem ég eyði stöðugt meiri tíma með bókum og minni tíma með fólki. Þannig verður það þó að vera á meðan sísonið stendur yfir og svo sambanda ég við fólk þegar ég er offsíson.

Ég var reyndar kosinn hópstjóri í verkefnahópnum mínum í námskeiðinu Nám og störf í rafmagns og tölvuverkfræði. Hópurinn ber nafnið Höfuðpaurarnir og samkvæmt samkomulagi hópsins eru allir höfuðpaurar jafnir þannig að í raun er ég almannatengslafulltrúi höfuðpauranna. Reyndar er ég það stjórnsamur að í raun er ég hópstjóri en almannatengslafulltrúi hljómar líka vel.