fimmtudagur, 14. nóvember 2002

B(l)ögger

Ég tek í sama streng og Baldur hvað varðar leti við að blogga. Það er þó ekki alveg bara við leti að sakast heldur er þannig mál með vexti að bloggerinn hefur verið alveg hundleiðinlegur upp á síðkastið, neitar að birta færslur. Það hefur því alveg verið óviðunandi ástand í bloggermálum og manni hafa einfaldlega fallist hendur. Þetta virðist þó vera komið í lag núna og þá er aldrei að vita nema maður fari að reifa sínar skoðanir hér á síðunni.