Reyndar voru skiladæmi 2. desember.
Ég var sallarólegur og nýbúinn að blogga þegar ég fattaði að ég hafði litið á vitlaust vikublað. Auðvitað eru ekki skiladæmi í næstu viku (nema próf séu skiladæmi). Ég náði með ótrúlegri færni að reykspóla af stað í fimmta gír og klára öll dæmin (af miklu öryggi) og það á þokkalegum tíma.
Ég minni alla á jólatónleikana sem ég man ekki klukkan hvað eru á sunnudaginn í Hjallakirkju. Þar verða stórsöngvarar í massavís t.d. Baldur, Biggi, Hákon og Diddú svo einhverjir séu nefndir.