Ég vil byrja á því að þakka síðasta ræðumanni fyrir næstnýjustu ræðu sína og taka hraustlega undir það að Veislan hafi verið frábær.
Í dag þarf ég ekki að skila dæmum í línulegri algebru, jibbí! Þannig að það er eins gott að blogga smá. Um helgina kláraði ég lokaskýrsluna í verklegri eðlisfræði, sem er mjög gott. Þá þarf ég ekkert að pæla í eðlisfræðiskýrslum fyrr en eftir áramót.
Til hamingju með gærdaginn Íslendingar!
Í dag hefst formlega (trommuþytur...........drrrrrrrrr...lúðrar.........dadaaaa) prófundirbúningu oooog (meira af lúðraþyt) upprifjun ooog (Monty Python andköf....og smá músíkk úr mynd með Vincent Price....+spangól) smá frumlestur.
Mig langar til að minnast á það strax áður en ég gleymi því að það eru tónleikar hjá mér næsta sunnudag í Hjallakirkju og ég geri fastlega ráð fyrir góðri stemningu.