sunnudagur, 1. desember 2002

Fyrsti í aðventu

Í dag er fyrsti í aðventu og það hlýtur að þýða að maður sér farinn að venta paa julen. Mér varð það ekki ljóst fyrr en í gærkvöld hvað tíminn hefur flogið hratt og að desembermánuður væri alveg á næsta leiti.

Ég skreið því undir rúm til að ná í jólaboxin góðu en í þau höfðum við troðið öllu jólakyns eftir síðust hátíð. Ég fann þar í jólaföggunum aðventuljós og setti það upp í glugga og tendraði við mikinn hátíðleik. Í morgun hélt ég svo áfram að grúska í þessum kössum og fann þar jólaskraut á ísskápinn og jólakertastjaka. Ég fann þessu viðeigandi stað og lét þar staðar numið.

Ætlunin er að hengja upp smá jólaskraut á hverjum degi en ef ég þekki mig rétt þá mun þetta að öllum líkindum verða skorpuvinna því ég á það til að gleyma þessu og man það síðan þegar komið er fram í miðjan mánuð.

Í dag ætlum við Baldur að taka okkur frí frá skýrslugerð og tölvupikki til að versla inn nokkrar jólagjafir. Við ætlum að kíkja í Kolaportið og ég hlakka mjög til því þangað hef ég ekki komið í háa herrans tíð. Ég ætla líka að draga hann með mér í Blómaval til að kaupa leir, kerti og greni svo ég geti útbúið aðventukrans.

Vá, jólin eru virkilega á leiðinni!