Síðan ég opinberaði mig sem möndlugrís þá hefur ýmislegt gerst, t.d. komu áramót og ég hef legið í leti heima að lesa ævisögu Tolkiens sem Ásdís gaf mér í jólagjöf :)
Í gær sáum við svo myndina Tveggja turna tal sem var mjög jákvætt. Við höfum nefnilega ætlað að fara áður en þá var uppselt.